METRAleit / vefleit

METRAleit er vefforrit sem gerir leit í söfnum yfir Internet eða innrinet mögulega.  Einfalt notendaviðmót í vefskoðara (á vefsíðu) er notað til þess að senda fyrirspurnir til safns eða safna.  Niðurstaðan er svo birt á síðunni og má þaðan komast í ítarlegri upplýsingar um færslur sem finnast sem og að prenta þær út.

METRAleit er til í mismunandi útgáfum:

  • mvLeit, frekar einfalt viðmót sem eingöngu notar HTML og JavaScript.
  • mvPro, öflugt viðmót sem skrifað er í HTML og Java.  Mjög auðvelt er að breyta útliti og virkni leitarformanna þannig að aðlaga má það mismunandi hópum, t.d. yngir og eldri börnum.

Þessu til viðbótar er prentunarhluti (mvPrentun) sem notaður er af báðum þessum útgáfum til þess að prenta út ítarupplýsingar um færslur og lista af færslum.