Algengar spurningar og svör
Hér fyrir neðan er að finna lista yfir algengar spurningar og vandamál
sem upp koma við notkun METRAvefs og METRAbókar.
Sendið okkur gjarnan (í tölvupósti) spurningar sem þið viljið fá svör
við (info@metrabok.is).
|
METRAvefur
METRAbók (Windows útgáfur)
METRAbók (DOS útgáfa)
Já, það er hægt.
Kosturinn við þetta er sá að mjög auðvelt er að aðlaga útlit
leitarinnar að þeim vef (þeirri grafík oþh) sem er á hverjum stað.
Breyta má flestum atriðum en þó eru nokkrar vinnureglur sem
viðskiptavinir verða að fara eftir.
Unnið er að því að útbúa skýringartexta fyrir þessar breytingar
sem birtur verður á þessum vef. Þangað til hann verður tilbúinn
þá eru áhugasamir beðnir að hafa samband beint við Sigvalda Óskar
Jónsson (sigvaldi@metrabok.is).
Efst
Vefleitin mvLight nýtur sín allra best í Microsoft Internet Explorer 5.5. Hins vegar gengur að nota 4.0 útgáfu hans.
Nota má Netscape vefskoðara en gera má ráð fyrir að útlit
leitarforms riðlist eitthvað - og sumt virki alls ekki. Með því að
breyta svolítið HTML skrám og JavaScript skrá sem fylgja þá má laga
þetta nokkuð. Nýjasti vefskoðari Netscape útgáfa 6.0 virðist virka sem skildi.
Efst
Ef þessi villa kemur upp þegar vefleit (mvLight) er keyrð þá þarf að
búa til tvo "pakka" (Package) í Transaction Server hluta IIS (PWS).
Í raun skiptir nafn þeirra ekki máli en við erum vön að nota mvLight
og mvPrentun. Nauðsynlegt er, þegar
pakkarnir eru búnir til (má reyndar setja síðar), að skilgreina
ákveðinn notanda, þ.e. þegar textinn "This package will run under the
following account" birtist skal velja "This user" og
þar setja notanda sem hefur Administrator réttindi á vefmiðlaranum.
Inn í þessa pakka, hvorn fyrir sig, þarf að setja tvær skrár
(Components). Þessar skrár heita mvLight.dll
annars vegar og mvPrentun.dll hins vegar og er
að finna á viðkomandi stöðum á vefmiðlaranum (venjulega undir /mv/mvLight/
og /mv/mvPrentun/).
Nánari lýsingu á þessari uppsetningu er að finna hér.
Efst
Til þess að skipta út skránni mvmbaux.dll þarf að slökkva á vef þjónustunni (Control Panel - Services - World Wide Web Publishing Services). Í WinNT eða Windows 2000 þá er
skráin staðsett undir C:\Winnt\system32 eða C:\Winnt\system. Þessari skrá má svo eyða og skipta út í staðinn fyrir þá nýju. Í sumum
tilfellum getur þurft að "regestra" skránna. Það er gert í dos prompt með skipuninni : regsvr32 mvmbaux.dll. Ath að vera staðsett á sama stað og skráin er geymd.
Efst
METRAbók (Windows útgáfur)
Hér er að finna stutta lýsingu á helstu flýtilyklum fyrir
skráningarhluta Metrabókar í útgáfum 3.x
Efst
Prófanir sem gerðar hafa verið hingað til gefa til kynna að engin
þekkt vandamál séu með METRAbók 3.0 og nýrri útgáfur (Windows
útgáfur).
Allar dagsetningar eru skráðar á forminu yyyy-mm-dd þar sem yyyy
er fjögurrastafa tala fyrir ár, mm er mánuður og dd er dagur.
Prófanir standa enn yfir.
Efst
Villa (Run time error) kemur upp í eftirfarandi tilfellum:
- beðið er um aðfangalista
- útprentanir á strikamerkjum
- þegar einungis vanskil eru prentuð í útlánalistum
Lausn á þessu vandamáli er að setja "date separator" sem
"/" (deilingu). Það er gert með því að velja
"Regions" eða "International settings" í "Control
Panel".
Búið er að laga þessa villu í útgáfum 3.0 og nýrri.
Efst
Nota skal 70x25,4 mm. Vanalega eru þetta 100 arkir eða 3300 miðar í pakka.
Ef strikamerki prentast vitlaust á örk þá þarf að breyta upplýsingum
um spássíur og þvílíka hluti. Þessar upplýsingar eru geymdar í
skrá sem heitir kjalstrik.ini og er oftast að finna á sama stað og
aðalgagnagrunninn Í henni eru tvær línur sem þarf (gæti þurft)
að breyta en þær eru:
- Fjarlægð neðsta miða frá neðri brún blaðs
- Fjarlægð frá vinstri brún blaðs
Efst
Í ljós hefur komið það vandamál við notkun DOS útgáfu METRAbókar
(bláu-útgáfunni) að ýmsir listar sem eiga að sýna skráningar sem
skráðar voru eftir að 2000 gekk í garð skila sér ekki, þ.e. listinn er
tómur.
Búið er að laga þetta vandamál og má finna nýjar skrár hér fyrir
neðan. Afritið þær yfir til ykkar og vistið í stað þeirra sem
fyrir eru (góð regla er að taka afrit af eldri skránum).
Ný útgáfa
Efst
Áður farið er í það að skipta út mvmbaux.dll þarf að athuga hvort það sé ekki örugglega slökkt á Metrabókinni. Í Win 95/98 er skráin mvmbaux.dll oftast staðsett undir
C:\Windows\System\ en í WinNT eða Windows 2000 þá er hún staðsett undir C:\Winnt\system32 eða C:\Winnt\system. Þegar að skráin er fundinn þarf bara að skipta henni út í staðinn
fyrir nýju skránna. Í sumum tilfellum getur þurft að "regestra" skránna. Það er gert í dos prompt með skipuninni : regsvr32 mvmbaux.dll.
Ath að vera staðsett á sama stað og skráin er geymd.
Efst
METRAbók (DOS útgáfa)
Hér er að finna vísun á handbók fyrir DOS útgáfuna (Word
97 skjal)
Efst
Í megin atriðum er METRAbók (DOS útgáfa) 2000 held.
Einu þekktu atriðin sem þarf að hafa í huga eru listar sem ná yfir
áramótin 1999-2000 (ekkert kemur fram í slíkum listum).
Prófanir standa enn yfir.
Efst
Líklegasta ástæðan er sú að umhverfisbreytur (environment variables)
eru ekki rétt settar. Lista yfir þessar breytur er að finna í
handbókinni. Hér á eftir fylgir úrklippa úr handbókinni (nauðsynlegar
breytur eru merktar með rauðum lit):
Uppsetning á kerfinu.
Búðu til skráasafn (e. directory) á harða disknum fyrir kerfið. T.d.
c:\>mkdir metrabok
Afritið síðan allar skrár af diskling (disklingum) yfir á þetta
skráasafn.
c:\>copy a:\*.* c:\metrabok\.
Endurtakið þessa skipun fyrir alla disklinga sem fylgja kerfinu ef þeir
eru fleiri en einn.
Til þess að METRAbók vinni eðlilega þarf að setja eftirfarandi línu í
"CONFIG.SYS" skrána (sjá DOS-handbækur):
FILES=50
þar sem 50 er lágmarksgildi miðað við "venjulega"
uppsetningu á vél. Síðan þarf að setja eftirfarandi línu í
"AUTOEXEC.BAT" :
SET CLIPPER=F45;E:0
Þegar þessu hefur verið komið í kring er vélin ræst að nýju og
þá á kerfið að vera tilbúið til notkunar (sjá: "Þegar kerfið er
sett af stað" síðar).
Ef ætlunin er að nota hugbúnaðinn á neti má setja stýrikerfisbreytu
sem bendir á staðsetningu gagnagrunnanna:
SET METRABOK_PATH=<slóð (e. path)>
þar sem <slóð> bendir á gagnagrunnanna. Á neti þarf að
gæta þess að notendur hafi skrifaðgang á þeirri slóð sem þeir eru að
vinna á. Þeir þurfa hins vegar ekki að hafa skrifaðgang að
lóðinni sem inniheldur gagnagrunnana.
Ef prentari er ekki tengdur við "PRN"-tengið (LPT1) má nota
eftirfarandi skipun til þess að beina prentaraúttaki á annað tengi:
SET METRABOK_PORT=<tengi (e. port)>
t.d.
SET METRABOK_PORT=LPT2
ef prentarinn er tengdur við tengi "LPT2".
Forritið notar skrá sem heitir "printer.cfg" til þess að
geyma upplýsingar um hvaða prentara á að nota. Skráin inniheldur
nafn á rekli (driver) fyrir viðkomandi prentara. METRAbók leitar
sjálfkrafa að þessari skrá þar sem metrabok.exe er geymd, en notar
lýsingu fyrir IBM-graphics prentara ef engin slík finnst. Ef
mismunandi notendur nota mismunandi prentara er hægt að benda á sérstaka
útgáfu af "printer.cfg" fyrir þann notanda með
umhverfisbreytunni METRABOK_PRENTARASKRA, t.d.
SET METRABOK_PRENTARASKRA=c:\leit\kennarar\printer.cfg
Efst
Kerfið er að öllu leiti sett upp á hefðbundinn hátt. Hins vegar
kann að þurfa að setja umhverfisbreytur (environment variables) í skipanaskrá (BAT-skrá)
og keyra hana með
c:\>command /e:1024 /c <nafn á skrá>
þar sem <nafn á skrá> er skipanaskráin (BAT-skráin).
Efst
|