Hjálp - METRAleit (mvLight)

Leitarskilyrði

Í þessum fellilista er valið um leitarskilyrði, þ.e. eftir hverju er leitað hverju sinni. Algengast er að leitað sér eftir höfundi, titli eða efnissorði en alls eru 16 mismunandi þættir sem hægt er að skilgreina leitina eftir. Einnig er hægt að velja “Allt” og er þá leitað eftir öllum skilgreindum þáttum í sömu leit.

Hvaða leitarskilyrði eru skilgreind er háð uppsetingu hvers safns.

Leitarorð

Í þennan reit eru leitarorð skráð. Hægt er að skrá og leita eftir mörgum leitarorðum í sömu leit.

Gera má leit víðtækari með því að nota algildisstafi (* eða %) aftast eða fremst í orði. 

Söfn - safndeildir

Í þessum lista er valið í hvaða söfnum eða safndeildum skal leita.

Hægt er að (sjálfgefið er að) velja safnið í heild sinni með því að velja “allt” og er þá leitað í öllum gögnum safnsins.

Þá er einnig hægt að þrengja leitina og leita í mismunandi deildum safnsins t.d. bókum, tímaritasafni, myndbandasafni.

Leita

Þegar búið er að velja leitarskilyrði, safndeild og slá inn leitarorð er stutt/smellt á Leita hnappinn eða stutt á Enter-lykilinn á lyklaborðinu.

 Niðurstöður leitar

Færslur:  Hér birtist fjöldi þeirra færslna sem fundust miðað við gefin skilyrði. (fjölda færslna sem skilað er úr leit má stilla, sjálfgefið er 100).

Í þessum reit birtist einfaldur listi yfir færslurnar sem fundust.

Með því að velja/merkja færslu úr þessum  einfalda lista birtist nákvæmari skáning/ upplýsingar um gögnin/færsluna í reitnum ítarupplýsingar.  Einnig sést hvaða efnisorð hafa verið tengd færslunni og aðfanganúmerbirtist í aðfanganúmera reitnum.

Full færsla

Með því að velja/merkja ákveðna færslu í einfalda listanum og styðja síðan á hnappinn Full færsla opnast gluggi með öllum upplýsingum um viðkomandi gögn (færslan, efnisorð, aðfanganúmer) sem síðan er t.d. hægt að prenta út ef þess er óskað.

Frálag

Með því að styðja á hnappinn Frálag opnast gluggi þar sem fram kemur eftir hvaða skilyrðum var leitað, hversu margar færslur fundust miðað við þessi skilyrði og síðan listi með öllum færslunum.