Uppsetning á METRAbók 3.x

METRAbók 3.x er "hefðbundið" Windows forrit. Hún kemur með sérstakt uppsetningarforrit sem þarf að keyra. Um er að ræða uppsetningarforrit þar sem einungis þarf að velja staðsetningu (möppu).

REGistry

Setja þarf upp nokkra lykla í REGistry (á vefmiðlaranum).  Það er gert með því að tvísmella á skrána metrabok.reg sem fylgir uppsetningarkerfinu fyrir METRAbók.  Breyta þarf einum lykli sem geymir staðsetningu gagnagrunnsins, þ.e.

\HKEY_LOCAL_MACHINE\
    SOFTWARE\
        Prím\
            METRAbók\
                1.0\
                    Grunnur\Slóð

Gildinu á Slóð er breytt þannig að vísað sé á gagnagrunninn.  

Aðgangsheimildir

Tryggja þarf að notandi (ef sett upp á Windows NT) Metrabókar hafi nægar (Change) heimildir í þeirri möppu sem gagnagrunnurinn er geymdur í þannig að hann geti búið til nýja skrá þar (MS Access býr til *.ldb skrá þegar grunnur er opnaður).

Einnig þarf að tryggja að nægar heimildir séu til lestrar á lyklunum í REGistry. "Read" réttindi á Prím lykilinn og alla undirlykla hans á að duga.